Mótamál
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals, tekur við sigurlaununum fyrir Meistarakeppni kvenna 2008

Valur sigraði í Meistarakeppni kvenna

Lögðu KR í úrslitaleik með tveimur mörkum gegn einu

29.4.2008

Valur tryggði sér í gær sigur í Meistarakeppni kvenna en leikið var í Kórnum.  Lokatölur urðu 2-1 fyrir Valsstúlkur eftir að þær höfðu haft forystu í hálfleik, 1-0.  Valur hefur unnið þennan titil í fjögur skipti á síðustu fimm árum.

Leikurinn var bráðfjörugur og Margrét Lára Viðarsdóttir kom Val yfir með laglegu skallamarki á 26. mínútu en bæði lið fengu færi í hálfleiknum sem ekki nýttust.  Margrét Lára bætti við öðru marki sínum á 67. mínútu en KR stúlkur lögðu ekki árar í bát og skorðu strax í næstu sókn og var Fjóla Dröfn Friðriksdóttir þar á ferðinni.  Valur hóf þá stórsókn og í sömu sókninni áttu þær 2 skot í stöngina og stuttu síðar var bjargað á marklínu.  KR fékk líka fín tækifæri til að jafna en mörkin urðu ekki fleiri og titillinn Valsara.

Það voru svo þeir Lúðvík Georgsson, varaformaður KSÍ og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ er afhentu liðunum verðlaun eftir leikinn.

Einungis eru tæpar tvær vikur í fyrsta leik í Landsbankadeild kvenna en hann verður leikinn 12. maí og taka þá Íslandsmeistarar Vals á móti Þór/KA.  Umferðin klárast svo daginn eftir með fjórum leikjum.

Valsstúlkur sigruðu í Meistarakeppni kvenna 2008 eftir sigur, 2-1, á KR í úrslitaleik

Myndir: Hafliði Breiðfjörð - Fótbolti.net

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög