Mótamál
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2008

Listinn er aðeins til upplýsinga og áminningar

28.4.2008

Skrifstofa KSÍ hefur sent aðildarfélögum sínum bréf sem inniheldur lista yfir þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð.  Hafa ber í huga að listi þessi er aðeins til upplýsinga og áminningar.

Í grein 13.3 í reglugerð um aga- og úrskurðarmál segir:

Agabrot framið á einu keppnistímabili hefur ekki ítrekunaráhrif á því næsta.  Ef leikmaður á eftir að taka út agaviðurlög þegar keppnistímabili lýkur, skal það gert í byrjun næsta keppnistímabils viðkomandi leikmanns.  Ofangreint nær aðeins til agaviðurlaga vegna brottreksturs en ekki vegna áminninga. Flytjist leikmaður á milli aldursflokka um áramót, skal hann taka út viðurlögin í nýjum aldursflokki.

Hér að neðan fylgir listi frá aganefnd yfir þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga óúttekin leikbönn.

Bréf og listi frá aganefnd
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög