Mótamál
Knattspyrnusamband Íslands

Valur og KR mætast í Meistarakeppni kvenna

Leikurinn fer fram í kvöld og hefst kl. 20:00 í Kórnum

28.4.2008

Valur og KR mætast í kvöld í Meistarakeppni kvenna og fer leikurinn fram í Kórnum kl. 20:00.  Í þessari keppni mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta keppnistímabils en Valur sigraði í Landsbankadeild kvenna og KR varð VISA-bikarmeistari.

Valsstúlkur eru núverandi handhafar titilsins eftir að hafa lagt Breiðablik í keppninni á síðasta tímabili.

Valur og KR áttust einnig við á dögunum í úrslitaleik A deildar Lengjubikars kvenna.  KR stúlkur höfðu betur í þeim leik með fjórum mörkum gegn engu.  Spennandi verður að sjá lyktir leiksins í kvöld og eru áhorfendur hvattir til þess að fjölmenna í Kórinn og sjá spennandi leik.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög