Mótamál
Lengjubikarinn

KR Lengjubikarmeistari í A deild kvenna

Sigruðu Val í úrslitaleik með fjórum mörkum gegn engu

25.4.2008

KR sigraði Val í kvöld í úrslitaleik A deildar Lengjubikars kvenna en leikið var í Egilshöllinni.  Lokatölur urðu 4-0 KR í vil eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1-0.

Það var Hólmfríður Magnúsdóttir sem að kom KR yfir eftir um hálftíma leik og þannig var staðan þegar leikmenn gengu til hálfleiks.  Valsstúlkur urðu svo fyrir því áfalli að missa Vönju Stefanovic útaf á 68. mínútu þegar hún fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum.  Vesturbæingar gengu þá á lagið og Katrín Ómarsdóttir skoraði annað mark leiksins á 70. mínútu.  Hólmfríður skoraði sitt annað mark fimm mínútum síðar og Katrín átti lokaorðið á 78. mínútu og þar við sat.

KR kom þarna fram hefndum en Valur sigraði í úrslitaleik þessara liða í sömu keppni á síðasta keppnistímabili.  Það er þó stutt í að þessi félög mætist að nýju en þau eigast við í Meistarakeppni kvenna á mánudaginn.  Fer sá leikur fram í Kórnum og hefst kl. 20:00.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög