Mótamál
Lengjubikarinn

Reykjavíkurslagur í kvöld

KR og Valur leika til úrslita í A deild Lengjubikars kvenna

25.4.2008

Í kvöld eigast við Reykjavíkurliðin KR og Valur í úrslitaleik A deildar Lengjubikars kvenna.  Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst kl. 19:00. 

Þessi félög léku til úrslita í þessari keppni á síðasta tímabili og fóru þá Valsstúlkur með sigur af hólmi með tveimur mörkum gegn einu.  Það verður svo stutt stórra högga á milli hjá leikmönnum liðanna því sömu félög mætast í Meistarakeppni kvenna, mánudaginn 28. apríl kl. 19:15, í Kórnum.

Áhorfendur eru hvattir til þess að fjölmenna á sjá hörkuleiki á milli þessara liða.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög