Mótamál
Lengjubikarinn

Valur og Fram leika til úrslita í A deild Lengjubikars karla

Leikurinn fer fram fimmtudaginn 1. maí í Kórnum

24.4.2008

Í kvöld var það ljóst að Reykjavíkurliðin Valur og Fram leika til úrslita í A deild Lengjubikars karla.  Valsmenn lögðu ÍA í fyrri undanúrslitaleiknum og Fram hafði betur gegn Breiðablik eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni.

Það var fjörugur leikur í Kórnum þar sem Valsmenn lögðu Skagamenn með fimm mörkum gegn tveimur.  Í Egilshöllinni var markalaust eftir venjulegan leiktíma í leik Fram og Breiðabliks.  Í framlengingunni skoruðu bæði lið tvö mörk og þurfti því vítaspyrnukeppni til þess að knýja fram úrslit.  Framarar höfðu betur í því einvígi, 4-2 og sigruðu því 6-4 í þessum undanúrslitaleik.

Úrslitaleikurinn á milli Vals og Fram verður leikinn í Kórnum, fimmtudaginn 1. maí og hefst hann kl. 19:15.  Valsmenn léku til úrslita í fyrra í Lengjubikarnum en töpuðu þá gegn FH.  Framarar hafa ekki áður leikið til úrslita í þessari keppni en félagið verður einmitt 100 ára þennan dag.

Lengjubikar karla - A deild
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög