Mótamál
Lengjubikarinn

Undanúrslit Lengjubikars karla á sumardaginn fyrsta

Valur og ÍA mætast í Kórnum kl. 14:00 og Fram og Breiðablik í Egilshöllinni kl. 19:00

23.4.2008

Leikið verður í undanúrslitum A deildar Lengjubikars karla fimmtudaginn 24. apríl.  Valur og ÍA eigast við í Kórnum og hefst leikur þeirra kl. 14:00.  Í Egilshöllinni leika svo Fram og Breiðablik og hefst leikur þeirra kl. 19:00.

Úrslitaleikurinn fer svo fram fimmtudaginn 1. maí og hefst sá leikur kl. 19:15 í Kórnum.

Áhorfendur eru hvattir til þess að koma og fylgjast með þessum hörkuleikjum nú þegar rétt rúmlega tvær vikur eru í að boltinn fari að rúlla á Íslandsmótinu.

A deild Lengjubikar karla - úrslit
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög