Mótamál
Lengjubikarinn

KR og Valur leika til úrslita í A deild Lengjubikars kvenna

Leikurinn fer fram í Egilshöll föstudaginn 25. apríl kl. 19:00

23.4.2008

Í gærkvöldi var það ljóst að KR og Valur leika til úrslita í A deild Lengjubikars kvenna.  KR sigraði Stjörnuna í undanúrslitum með fjórum mörkum gegn engu og sama markatala var upp á teningnum þegar að Valur lagði Breiðablik.

Úrslitaleikurinn fer fram föstudaginn 25. apríl og hefst k. 19:00 í Egilshöllinni.  Sömu félög áttust við í úrslitaleiknum á síðasta tímabili og sigurðu Valsstúlkur þá með tveimur mörkum gegn einu.  Hvort félag hefur unnið þennan titil þrisvar sinnum áður.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög