Mótamál
Intertoto-keppnin

Fylkir mætir FK Riga í Inter Toto

Fyrri leikurinn leikinn úti 21. eða 22. júní og seinni leikurinn viku síðar

21.4.2008

Í dag var dregið í Inter Toto keppninni en Fylkismenn eru fulltrúar Íslendinga í ár.  Fylkismenn drógust á móti FK Riga frá Lettlandi og fer fyrri leikurinn fram í Riga 21. eða 22. júní.  Seinni leikurinn fer fram hér heima viku síðar eða 28. eða 29. júní.

FK Riga hafnaði í þriðja sæti lettnesku deildarinnar á síðasta tímabili, voru þremur stigum frá toppliði FK Ventpils.  Þeir hafa leikið fjóra leiki það sem af er tímabilinu í Lettlandi og hafa sigrað í sínum eina heimaleik en tapað öllum útileikjunum til þessa.

Sigurvegari þessarar viðureignar leikur svo gegn sigurvegara úr einvígi FC Ryhl frá Wales og Bohemians frá Írlandi.  Þeir leikir fara fram 5. eða 6. júlí og 12. eða 13. júlí.

Inter Toto keppnin
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög