Mótamál
Víkingur Reykjavík

Knattspyrnufélagið Víkingur er 100 ára í dag

Viðamikil afmælisdagskrá hjá félaginu á næstu dögum

21.4.2008

Knattspyrnufélagið Víkingur er 100 ára í dag.  Félagið var stofnað af ungum drengjum, 21. apríl 1908 og voru 32 drengir sem mættu á stofnfundinn sem haldinn var að Túngötu 12.

Í bókinni Áfram Víkingur, eftir Ágúst Inga Jónsson, sem kom út árið 1983 segir svo frá stofnun félagsins og er þá rætt við Axel Andrésson, fyrsta formann Víkings og einn af stofnendum félagsins "Við fengum þá flugu í höfuðið að stofna knattspyrnufélag eins og þeir fullorðnu höfðu gert.  Þetta fannst okkur snjöll hugmynd og létum þetta berast.  Drengirnir í miðbænum vildu ólmir vera með og fjölmenntu á stofnfundinn, sem haldinn var í kjallaranum á Túngötu 12, vel að merkja, í geymsluplássi, því að um veglegri fundarstað var ekki að ræða fyrir snáða á okkar aldri.  Alls mættu 32 drengir á fundinn.  Var þá félagið formlega stofnað og því gefið nafnið Víkingur með samþykki fundarins.  Þetta var 21. apríl 1908"

Félagið hefur sannarlega vaxið og dafnað frá því að þessir ungu drengir hittust í kjallaranum fyrir 100 árum.  Af þessu tilefni verður efnt til mikillar afmælisdagskrár og má finna nánari upplýsingar á heimasíðu Víkinga, www.vikingur.is

Knattspyrnusamband Íslands óskar Víkingum innilega til hamingju með 100 ára afmælið.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög