Mótamál
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á heimasíðunni

Hægt að horfa á myndbönd á síðunni

16.4.2008

Í dag var tekið í notkun nýtt útlit á heimasíðu KSÍ og á sama tíma eru nýir möguleikar í boði á síðunni.  Meðal þess sem boðið er upp á eru myndbönd en í framtíðinni verður hægt að skoða myndbönd frá ýmsum hliðum starfsemi KSÍ.

Fyrstu myndböndin á síðunni eru frá tveimur leikjum kvennalandsliðsins af Algarve Cup 2008 en mótið fór fram í mars.  Sjá má mörk Íslands í leikjunum gegn Portúgal og Finnum en báðir þessir leikir unnust með þremur mörkum gegn engu.

Einnig er að finna pistlahorn á síðunni og er fyrsti pistillinn frá formanni KSÍ, Geir Þorsteinssyni.

Unnið er að þessum breytingum og má því búast við smávægilegum truflunum á heimasíðunni á meðan.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög