Mótamál
Íslandskort

Landshlutafundir KSÍ

Fyrsti fundurinn í dag á Reyðarfirði

16.4.2008

Í dag, miðvikudaginn 16. apríl, verður á Reyðarfirði fyrsti fundur KSÍ með aðildarfélögunum, en fyrirhugaðir eru fundir víðsvegar um landið á næstu dögum.  Fundurinn í dag verður á Hótel Reyðarfirði og hefst kl. 17:00.

Á fundina mæta formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ Þóri Hákonarson og mótastjóri KSÍ, Birkir Sveinsson.  Auk þess verður landshlutafulltrúi viðkomandi landssvæðis á fundinum.

Á morgun, fimmtudag, verður fundað á Tíbrá á Selfossi og hefst sá fundur kl. 17:00.  Föstudaginn 18. apríl verður svo fundur á Hótel Hamar í Borgarnesi og hefst fundurinn kl. 17:00.  Á laugardaginn er svo fundað á Hótel KEA á Akureyri og hefst hann kl. 14:00.

Fleiri fundir eru svo fyrirhugaðir á næstunni og verða þeir kynntir betur síðar.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög