Mótamál
Lengjubikarinn

Fjör í Lengjubikarnum um helgina

Þróttur og ÍA berjast um laust sæti í fjórðungsúrslitum

11.4.2008

Margir leikir fara fram í Lengjubikar karla og kvenna um helgina.  Línur eru farnar að skýrast í A deild karla og hafa 7 félög tryggt sér sæti í fjórðungsúrslitum.  Þróttur og ÍA berjast um síðasta sætið en þessi félög mætast í Egilshöllinni á sunnudaginn.  Skagamönnum dugir jafntefli til þess að tryggja sig áfram en með sigri skjótast Þróttarar upp í annað sæti riðilsins.  Fjórðungsúrslitin hefjast svo 19. apríl.

Í kvöld, föstudagskvöld, mætast svo Breiðablik og KR í Lengjubikar kvenna en stúlkurnar úr Vesturbænum eru enn ósigraðar í Lengjubikarnum.

Þá eru fjölmargir leikir í neðri deildum Lengjubikarsins sem og að Reykjavíkur- og Faxaflóamót eru í fullum gangi.

Næstu leikir
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög