Mótamál
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Valsmenn leika gegn NSÍ í Kórnum

Leikur Íslandsmeistaranna og Færeyjameistaranna í Kórnum laugardaginn 12. apríl kl. 14:30

11.4.2008

Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu Valur taka á móti Færeyjarmeisturunum í NSÍ frá Rúnavík á morgun, laugardag.  Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst kl. 14:30.  Aðgangur á leikinn er ókeypis.

Það er rétt tæpur mánuður í að Landsbankadeild karla hefji göngu sína en Færeyingar hafa þegar byrjað sína deild.  NSÍ hefur leikið tvo leiki, sigruðu B71 með tveimur mörkum gegn einu og gerðu jafntefli við B36 í gær.  Þeir féllu hinsvegar úr bikarkeppninni í annarri umferð þegar þeir töpuðu fyrir EB/Streymur, 1-0.  Bikarkeppnin hófst í mars og lýkur með úrslitaleik 15. júní.

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög