Mótamál
Landsbankadeildin

Landsbankadeild karla hefst 10. maí

Réttur mánuður í fyrstu umferð í Landsbankadeild karla

10.4.2008

Í dag er réttur mánuður í að boltinn fari að rúlla í Landsbankadeild karla en fyrsta umferðin verður leikin 10. maí.  Íslandsmeistarar Vals hefja titilvörnina suður með sjó þegar þeir heimsækja Keflavík

Aðrir leikir þessarar fyrstu umferðar eru:

  • Fylkir - Fram
  • HK - FH
  • ÍA - Breiðablik
  • Þróttur R. - Fjölnir
  • KR - Grindavík

Allir leikirnir hefjast kl. 14:00 að undanskildum leik Keflavíkur og Vals sem hefst kl. 16:15.

Landsbankadeild kvenna hefur svo göngu sína tveimur dögum síðar, 12. maí, og er fyrsti leikurinn leikur Íslandsmeistara Vals og Þórs/KA.  Aðrir leikir umferðarinnar fara fram 13. maí og eru:

  • HK/Víkingur - Stjarnan
  • Fjölnir - Fylkir
  • Afturelding - Breiðablik
  • Keflavík - KRMótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög