Mótamál
Ungar og efnilegar knattspyrnukonur á Pæjumóti TM á Siglufirði

Sektir vegna úrsagna úr mótum hækka 10. apríl

Unnið að breytingum leikja yngri flokka

8.4.2008

Þessa dagana eru starfsmenn mótadeildar að vinna í þeim óskum er komið hafa fram vegna breytinga leikja í yngri flokkum og eru breytingar uppfærðar daglega á vef KSÍ.  Vert er að vekja athygli aðildarfélaga á því að sektir vegna úrsagna úr mótum hækka 10. apríl næstkomandi.

Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir í grein 41.5:

Lið, sem dregur sig út úr móti fyrir 10. apríl, skal sæta sekt að upphæð kr. 10.000  í meistaraflokki og kr. 5.000 í öðrum flokkum.  Frá og með 10. apríl og þar til keppni hefst eru sambærilegar sektir kr. 50.000 í meistaraflokki og kr. 20.000 í öðrum flokkum.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög