Mótamál
Lengjubikarinn

Fjölmargir leikir í Lengjubikarnum um helgina

Keppni hefst í C deild Lengjubikars kvenna

4.4.2008

Um helgina eru fjölmargir leikir í Lengjubikarnum og er leikið víðsvegar um landið.  Keppni hefst nú  í C deild Lengjubikars kvenna en neðri deildirnar í Lengjubikarnum verða fyrirferðamiklar þessa helgi.

Einungis eru tveir leikir í A deildum Lengjubikars karla og kvenna um helgina en liðin í B og C deildunum verða hinsvegar með gervigrasskóna vandlega reimaða á næstu dögum.  Leikið er jafnt innandyra sem utan og eru knattspyrnuáhugamenn hvattir til þess að mæta á völlinn og kíkja á sitt lið.

Þá eru einnig fjölmargir leikir í Reykjavíkur- og Faxaflóamótum hjá yngir flokkunum um þessa helgi.  Hægt er að fá upplýsingar um alla þessa leiki hér á síðunni.

Næstu leikir
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög