Mótamál
Brasilíumenn fagna heimsmeistaratitlinum

Strandfótbolti hefur innreið sína til Íslands - Aprílgabb ksi.is

Nýr strandfótboltavöllur í Laugardal

1.4.2008

Strandfótbolti (Beach Soccer) er nýjasta æðið í knattspyrnuheiminum og hefur þessi skemmtilega útfærsla á íþróttinni nú hafið innreið sína til Íslands.  FIFA hefur lagt gríðarlega fjármuni í útbreiðslu strandfótbolta um allan heim og hefur KSÍ nú ákveðið að nýta þetta fjármagn til uppbyggingar strandfótbolta hér á landi. 

Nýr strandfótboltavöllur hefur nú verið byggður milli Laugardalsvallar og Valbjarnarvallar og mun KSÍ standa fyrir Íslandsmóti í íþróttinni í sumar.  Áhugasömum aðilum er boðið að spreyta sig og sýna snilli sína á vellinum í dag, þriðjudag milli kl. 16:00 og 18:00.  Á staðnum verða fulltrúar KSÍ og FIFA sem munu kynna helstu reglur og dæma leikina. 

Í strandfótbolta eru 5 leikmenn í hvoru liði (þar af einn markvörður) og leikið er á litlum velli með sérstakan knött.  Leikmenn eru oftast berfættir, en einnig er nokkuð algengt að menn séu í sérstökum sokkum sem eru sérhannaðir fyrir strandfótbolta. 

Heimsmeistarakeppnin í strandfótbolta fór fram í Brasilíu síðasta haust og hefur reyndar alltaf verið haldin í Rio De Janeiro hingað til, en á næsta ári fer keppnin fram í Marseille í Frakklandi og er það í fyrsta sinn sem hún er ekki haldin í Brasilíu.

Þessa má geta að landsliðsþjálfari Frakka í strandfótbolta er enginn annar er kóngurinn Eric Cantona, sem gerði garðinn frægan með Manchester United.  Cantona lék einmitt með franska landsliðinu í strandfótbolta áður en hann gerðist þjálfari liðsins.  Sjá hér.

1. apríl !!!  :-)
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög