Mótamál

FH og HK í undanúrslit

4.8.2004

FH og HK tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum VISA-bikars karla. FH-ingar náðu enn eina ferðina góðum úrslitum í Frostaskjóli og unnu nú með þremur mörkum gegn einu. HK hafði betur gegn Val með einu marki gegn engu á Kópavogsvelli, en bæði liðin leika í 1. deild og því er ljóst að á meðal liðanna í undanúrslitum keppninnar verður eitt lið úr næst efstu deild. Á fimmtudag fara fram seinni tveir leikirnir í 8-liða úrslitum, KA - ÍBV og Fylkir - Keflavík. Dregið verður í undanúrslit VISA-bikars karla og VISA-bikars kvenna á Hótel Loftleiðum föstudaginn 6. ágúst.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög