Mótamál
Málverkið eftir Viðar Guðmundsson sem Penninn færði KSÍ að gjöf í tilefni af 60 ára afmæli KSÍ

Penninn færði KSÍ málverk eftir Viðar Guðmundsson

Í tilefni af 60 ára afmæli KSÍ færði Penninn sambandinu málverk með andlitsmyndum landsliðsmanna

22.10.2007

Á dögunum kom verslunarfyrirtækið Penninn færandi hendi og færði Knattspyrnusambandi Íslands málverk að gjöf í tilefni 60 ára afmæli sambandsins.  Málverkið, sem er eftir listamanninn Viðar Guðmundsson, er með andlitsmyndum af 88 landsleikjahæstu leikmönnum A-landsliðs karla.

Listamaðurinn, Viðar Þór Guðmundsson, þótti snjall knattspyrnumaður á yngri árum og lék hann með Fram í yngri flokkunum.  Hann lék einnig landsleiki með yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu, lék 8 leiki með U17 árið 1989 og 4 leiki með U19 árið 1991.

Það var Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ er tók við þessari skemmtilegu gjöf frá Guðjóni Þór Mathiesen, rekstrarstjóra fyrirtækjasviðs Pennans, í hálfleik á landsleik Íslands og Lettlands.  Þeir eru hér á myndinni að neðan ásamt listamanninum, Viðari Guðmundssyni.

Penninn færir KSÍ málverk í tilefni af 60 ára afmæli sambandsins
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög