Mótamál
Formenn liðanna í Landsbankadeild karla gáfu KSÍ málverk að gjöf í tilefni af 60 ára afmæli Knattspyrnusambands Íslands

KSÍ fær málverk að gjöf

Félögin í Landsbankadeild karla árið 2007 færðu KSÍ málverk að gjöf í tilefni af 60 ára afmælinu

20.10.2007

Formenn félaganna í Landsbankadeild karla komu færandi hendi í gær og færðu Knattspyrnusambandi Íslands málverk að gjöf í tilefni af 60 ára afmæli Knattspyrnusambandsins. 

Málverkið er málað af Bjarna Þór Bjarnasyni og á myndinni hér að neðan má sjá málverkið ásamt 8 af 10 formönnum félaganna í Landsbankadeild karla 2007.  Það var Lúðvík Georgsson, varaformaður KSÍ, er veitti þessari höfðinglegu gjöf viðtöku og er hann ásamt formönnunum á myndinni.

Formenn liðanna í Landsbankadeild karla gáfu KSÍ málverk að gjöf í tilefni af 60 ára afmæli Knattspyrnusambands Íslands

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög