Mótamál
Knattspyrnusamband Íslands

Hólmfríður og Helgi valin best

Lokahóf knattspyrnufólk fór fram í gærkvöldi

20.10.2007

Lokahóf knattspyrnufólks fór fram á Broadway í gærkvöldi og var mikið um dýrðir að venju.  Viðurkenningar voru veittar til þeirra er þóttu skara fram úr á nýliðnu tímabili og voru þau Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR og Helgi Sigurðsson úr Val valin best leikmanna í Landsbankadeildinni á tímabilinu.

Þá voru þau Rakel Hönnudóttir úr Þór og Matthías Vilhjálmsson úr FH valin efnilegustu leikmennirnir en það eru leikmenn sjálfir í Landsbankadeildinni er greiða þessi atkvæði.  Garðar Örn Hinriksson var svo valinn besti dómarinn.

Bestu stuðningsmannahóparnir voru valdir og hlutu þeir peningaverðlaun til handa unglingastarfs þeirra félaga frá Landsbankanum.  Í karlaflokki voru það KR er hlutu verðlaunin en hjá konunum voru það Valsmenn.

Þá voru veitt háttvísiverðlaun KSÍ og Mastercard  og voru Valsmenn allsráðandi á þeim bænum.  Karla og kvennalið Vals fengu háttvísisverðlaunin og þau Guðmundur Benediktsson og Katrín Jónsdóttir, bæði úr Val, fengu háttvísisverðlaun einstaklinga.

Markahæstu leikmenn Landsbankadeilar voru einnig heiðraðir en að þessu sinni mun Adidas umboðið á Íslandi veita hina hefðbundu gull- silfur og bronsskó í sérstöku hófi.  Engu að síður voru markahæstu lekmönnunum veittar viðurkenningar og hjá körlunum var Jónas Grani Garðarsson úr Fram markahæstur, Helgi Sigurðsson úr Val kom þar á eftir og Magnús Páll Gunnarsson úr Breiðabliki var þriðji.  Hjá konunum var Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val markahæst, Hrefna Jóhannesdóttir úr KR kom þar á eftir og í þriðja sæti var Olga Færseth úr KR.

Þá voru tilkynnt hverjir hefðu verið valdir í lið ársins í karla- og kvennaflokki.  Lið ársins í karla- og kvennaflokki voru þannig skipuð:

Landsbankadeild karla 2007

 Lið ársins:

 Markvörður:

Fjalar Þorgeirsson - Fylkir

 Varnarmenn:

Atli Sveinn Þórarinsson - Valur

Barry Smith - Valur

Dario Cingel - ÍA

Sverrir Garðarsson - FH

 Tengiliðir:

Baldur Ingi Aðalsteinsson - Valur

Bjarni Guðjónsson - ÍA

Matthías Guðmundsson - FH

Davíð Þór Viðarsson - FH

 Framherjar:

Jónas Grani Garðarsson - Fram

Helgi Sigurðsson - Valur

 Þjálfari:

Willum Þór Þórsson - Valur

 

Landsbankadeild kvenna 2007
 

Lið ársins

Markvörður:

Guðbjörg Gunnarsdóttir – Valur

Varnarmenn:

Alicia Maxine Wilson – KR

Ásta Árnadóttir – Valur

Guðný Björk Óðinsdóttir – Valur

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir – Breiðablik

Tengiliðir:

Edda Garðarsdóttir – KR

Hólmfríður Magnúsdóttir – KR

Katrín Jónsdóttir – Valur

Katrín Ómarsdóttir – KR

Framherjar:

Margrét Lára Viðarsdóttir – Valur

Olga Færseth – KR

Þjálfari:

Elísabet Gunnarsdóttir – Valur

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög