Mótamál
Knattspyrnusamband Íslands

Lokahóf knattspyrnumanna í kvöld

Viðurkenningar veittar til þeirra er skarað hafa fram úr

19.10.2007

Lokahóf knattspyrnumanna fer fram á Broadway í kvöld, föstudaginn 19. október. Að loknu borðhaldi verða veittar viðurkenningar, sýningin “George Michael í 25 ár” og hljómsveitin Eurobandið leikur síðan fyrir dansi.

Dagskrá:

Húsið opnar 19:00

Kvöldverður

Viðurkenningar til leikmanna og félaga

Sýningin George Michael í 25 ár

Eurobandið leikur fyrir dansi

Matseðill:

Sjávarréttasúpa með risahörpuskel

Kryddhjúpaður lambahryggvöðvi með fondant kartöflum og truflusósu með villisveppum

Súkkulaðiþrep með vanillusósu og ferskum jarðarberum

Sem fyrr verða veittar ýmsar viðurkenningar til þeirra er skarað hafa fram úr á nýliðnu keppnistímabili.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög