Mótamál
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur töpuðu gegn Everton

Lentu í þriðja sæti riðilsins og komust því ekki í átta liða úrslit

16.10.2007

Valsstúlkur töpuðu í dag gegn enska liðinu Everton með þremur mörkum gegn einu.  Valsstúlkur áttu  þó enn möguleika á að komast áfram en þar sem Rapide frá Belgíu náði jafntefli gegn Frankfurt, sitja Valsstúlkur eftir.

Það var hörkuleikur á milli Vals og Everton í dag en staðan í hálfleik var 1-0 enska liðinu í vil þar sem Everton misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum.  Snemma í síðari hálfleik bættu svo Everton við tveimur mörkum á tveimur mínútum en Katrín Jónsdóttir minnkaði muninn skömmu síðar.  Þannig skildu leikar en mark Katrínar gaf Valsstúllkum von um að komast áfram þrátt fyrir tapið þar sem það tryggði þeim betra markahlutfall heldur en Everton.  Allt kom þó fyrir ekki þar sem að Rapide Wezemaal gerði jafntefli við Frankfurt, 1-1.  Frankfurt var komið áfram en jafntefli tryggði belgíska liðinu áframhaldandi þátttöku í keppninni.

Riðillinn
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög