Mótamál
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur mætir Everton í dag

Geta tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar

16.10.2007

Valur mætir Everton í dag í lokaumferð milliriðla Evrópukeppni kvenna.  Mikið er í húfi í þessum leik, sæti í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar.  Mikil spenna er fyrir þessa lokaumferð en sigur, eða jafnvel jafntefli, getur tryggt Valsstúlkum áfram.

Valsstúlkur hafa þrjú stig eins og belgíska liðið Rapide en Everton er án stiga.  Frankfurt hefur unnið báða sína leiki og dugir jafntefli gegn Rapide til þess að tryggja sér efsta sæti riðilsins.

Everton þarf nauðsynlega stóran sigur gegn Val til þess að eiga möguleika á sæti í átta liða úrslitum.  Liðið er vel mannað, undir stjórn Mo Marley, en tapaði óvænt fyrir belgíska liðinu í fyrsta leik sínum.  Everton tapaði svo naumlega gegn Frankfurt, 2-1, í næsta leik sínum og þurfa því sigur í dag.  Valsstúlkur voru hársbreidd frá því að ná stigum gegn Frankfurt og lögðu svo belgíska liðið örugglega í næsta leik sínum.  Það verður því hart barist í dag enda mikið í húfi.

Riðillinn

Keppnin á uefa.com
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög