Mótamál
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Öruggur sigur hjá Valsstúlkum

Unnu Rapide frá Belgíu og leika gegn Everton á þriðjudaginn

13.10.2007

Valsstúlkur unnu belgísku meistarana í Rapide Wezemaal í öðrum leik þeirra í milliriðli Evrópukeppni kvenna.  Leiknum lauk með sigri Vals með fjórum mörkum gegn engu eftir að staðan í hálfleik hafði verið markalaus.

Það voru þær Margrét Lára Viðarsdóttir 2, Katrín Jónsdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir er skoruðu mörk Vals í leiknum.  Belgíska liðið kom mjög á óvart í fyrsta leik sínum þegar þær lögðu Everton með tveimur mörkum gegn einu.  Everton tapaði í dag naumlega gegn Frankfurt, 1-2.  Frankfurt hefur því unnið báða leiki sína til þessa í riðlinum.  Tvö lið komast áfram upp úr riðlinum og liggur því mikið undir þegar að Valsstúlkur leika gegn Everton, undir stjórn Mo Marley, á þriðjudaginn.

Riðillinn
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög