Mótamál
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Herslumuninn vantaði hjá Valsstelpum

Leiddu gegn Frankfurt þangað til 10 mínútur voru eftir

12.10.2007

Valsstelpur byrjuðu milliriðil sinn í Evrópukeppni kvenna í gær þegar þær mættu Þýskalandsmeisturum Frankfurt.  Lokatölur urðu 3-1 þýska liðinu í vil eftir að Valur hafði leitt í hálfleik, 0-1.  Frankfurt skoraði þrjú mörk á síðustu 10 mínútunum.

Það var Margrét Lára Viðarsdóttir sem kom Val yfir undir lok fyrri hálfleiks og héldu Valsstelpurnar forskotinu þangað til að Birgit Prinz jafnaði metin þegar um 10 mínútu voru eftir.  Valsstúlkur höfðu barist hetjulega og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafði varið virkilega vel á köflum.  Það voru hinsvegar leikmenn Frankfurt sem reyndust sterkari í lokin og bættu við tveimur mörkum á lokamínútunum.

Aðeins vantaði herslumuninn hjá Val að þessu sinni en þær leika gegn gestgjöfunum í Rapide Wezemaal á morgun, laugardag.  Belgíska liðið gerði sér lítið fyrir og vann Everton með tveimur mörkum gegn einu í gær.  Enska liðið leiddi leikinn lengi vel að belgíska liði jafnaði metin þegar um stundarfjórðungur var eftir.  Heimastúlkur gerðu sér svo lítið fyrir og skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma, lærimeyjum Mo Marley til mikilla vonbrigða.  Everton mætir Frankfurt á laugardaginn.

Riðillinn
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög