Mótamál
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur mæta Frankfurt í dag

Hefja leik í milliriðlum Evrópukeppni kvenna í Belgíu

11.10.2007

Valsstúlkur hefja leik í dag í milliriðlum Evrópukeppni kvenna þegar þær mæta Þýskalandsmeisturum Frankfurt.  Önnur lið í riðlinum eru Everton og gestgjafarnir Rapied Wezemaal frá Belgíu.

Tvö efstu félög riðilsins fara í fjórðungsúrslit keppninnar en riðill Valsstúlkna er gríðarlega erfiður.  Frankfurt státar af sjö leikmönnum sem urðu heimsmeistarar með Þýskalandi á dögunum og þeirra á meðal er Birgit Prinz sem hefur verið talin besti leikmaður heims í kvennaboltanum síðustu ár. 

Everton liðið varð í öðru sæti, á eftir Evrópumeisturum Arsenal, í ensku deildinni á síðasta ári og með þeim spila 5 leikmenn sem léku með Englandi á HM í Kína.  Þjálfari Everton er svo hin snjalla Mo Marley, er náði frábærum árangri með U19 landslið Englands í úrslitakeppni EM hér á landi í sumar. 

Þá er ógetið gestgjafanna í Rapide Wezemaal frá Belgíu en þær byrju deildarkeppnina vel í sínu heimalandi og unnu þrjá fyrstu leikina.  Hinsvegar fengu þær skell í síðasta leik sínum fyrir riðilinn, þegar þær lágu 6-1.

Riðillinn

Umfjöllun um keppnina á uefa.com
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög