Mótamál
Egill Már Markússon

Egill Már dæmir sinn síðasta leik

Dæmir úrslitaleik VISA-bikars karla á milli FH og Fjölnis

5.10.2007

Dómari á úrslitaleik VISA-bikars karla að þessu sinni verður Egill Már Markússon en þetta verður síðasti leikur Egils á löngum og farsælum ferili sem dómari.  Egill byrjaði að dæma í efstu deild árið 1988 og er því að ljúka 20. tímabili sínu þar.

Egill hefur nú ákveðið að leggja flautuna á hilluna en hann hefur mikla reynslu sem dómari jafnt hér á landi sem og erlendis.  Agli til aðstoðar í þessum síðasta leik verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Oddbergur Eiríksson.  Fjórði dómari verður Magnús Þórisson og eftirlitsmaður KSÍ verður Sigurður Hannesson.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög