Mótamál
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Frakklandi

Dæmir leik Rennes og Lokomotiv Sofia í UEFA bikarnum

3.10.2007

Kristinn Jakobsson dæmir leik Rennes frá Frakklandi og Lokomotiv Sofia frá Búlgaríu í UEFA bikarnum en leikurinn fer fram á morgun, fimmtudag og er leikinn í Frakklandi.  Honum til aðstoðar verða Gunnar Gylfason og Sigurður Óli Þorleifsson og fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson.

Franska liðið vann fyrri leikinn með þremur mörkum gegn einu en sá leikur frá fram á heimavelli Lokomotiv í Búlgaríu.

Þá eru tveir íslenskir dómaraeftirlitsmenn að störfum á morgun einnig.  Ingi Jónsson verður dómaraeftirlitsmaður UEFA á leik Vålerenga og Austria Vín en sá leikur er leikinn á Ullevål leikvangnum í Noregi.  Þá mun Sigurður Hannesson gegna sömu störfum á leik OB og Sparta en sá leikur fer fram í Óðinsvéum í Danmörku.

Keppnin á heimasíðu UEFA
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög