Mótamál
Landsbankadeildin

Veittar viðurkenningar fyrir lokaþriðjunginn

Veittar viðurkenningar fyrir umferðir 13 - 18 í Landsbankadeild karla

2.10.2007

Í dag, þriðjudaginn 2. október kl. 12:00, verður síðasti þriðjungur Landsbankadeildar karla gerður upp, þegar veittar verða viðurkenningar fyrir umferðir 13-18 í höfuðstöðvum KSÍ.  Spennandi verður að sjá hverjir hafa skarað fram úr í þessum lokahluta mótsins, en eins og kunnugt er fer 18. og síðasta umferðin fram næstkomandi laugardag.

Að venju verður lið umferðanna kynnt, besti þjálfarinn og besti dómarinn, auk þess sem stuðningsmannaverðlaun verða veitt.

Landsbankadeild karla - Viðurkenningar

Líkt og undanfarin ár eru veittar viðurkenningar fyrir ákveðnar umferðir í Landsbankadeild karla þar sem valið verður í samstarfi við fjölmiðla: 

  • Lið umferðanna (11 leikmenn), besti leikmaður, besti þjálfari og besti dómari. 

Leitað var til fjölmiðla og annarra um myndun nokkurs konar valnefndar.  Hver og einn aðili hefur síðan eitt "atkvæði".

Valnefnd fyrir Landsbankadeild karla 2007:  Blaðið, DV, Fótbolti.net, Gras.is, Íslenskar getraunir, Mín skoðun, Morgunblaðið, RÚV, Sport.is, Sýn og Landsbankinn.

Í Landsbankadeild karla eru tímabilin þrjú:

  • 1. - 6. umferð, 7. - 12. umferð og 13. - 18. umferð.

Þá verðlaunar Landsbankinn stuðningsmenn liðanna fyrir uppbyggingu stuðningshópa og frammistöðu í stuðningi við sitt lið.  Í ár hefur verið ákveðið að horfa til fleiri þátta en fyrr við val á stuðningsmannahópum einstakra mótshluta.  Peningaverðlaun renna til yngri flokka starfs félaganna.  Í valinu verður m.a. horft til eftirfarandi þátta:

  • Hávær, öflugur og samstilltur stuðningur.
  • Hvaða hópur hefur tekið mestum framförum milli ára eða mótshluta.
  • Að stuðningsmenn séu vel merktir sínu félagi.
  • Söngvar og frumleiki.
  • Prúðmannleg og drengileg framkoma stuðningsmannaMótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög