Mótamál
Óli Stefán Flóventsson, fyrirliði Grindavíkur, með 1. deilar bikarinn

Grindavík sigraði í 1. deild karla

Þróttur og Fjölnir fylgja Grindvíkingum í Landabankadeild karla

28.9.2007

Síðustu umferð í 1. deild karla lauk í kvöld og eru það Grindvíkingar er tróna á toppnum þegar keppni er lokið.  Þróttur og Fjölnir fylgja þeim eftir í Landsbankadeildina en Reynir Sandgerði féll í 2. deild.

Þróttarar lentu í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og toppliðið en Grindavík var með betri markatölu.  Fjölnismenn lentu í þriðja sætinu og ÍBV í því fjórða. 

Vestmannaeyingar eygðu von um að ná þriðja sætinu fyrir lokaumferðina og lögðu þeir Fjölni í miklum markaleik.  Þurftu þeir þá að treysta á að Reynir mundi sigra Þróttara.  Þróttarar voru á allt öðru máli og lögðu Reynismenn sem féllu því í 2. deild.  Grindvíkingar töpuðu lokaleik sínum gegn Fjarðabyggð en enduðu á toppnum engu að síður.

Haukar, Selfoss og KS/Leiftur komu upp í 1. deild og leika þar að ári.

1. deild karla - Lokastaða
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög