Mótamál
KR VISA bikarmeistari kvenna árið 2007 eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik

KR-ingar VISA-bikarmeistarar kvenna 2007

Lögðu Keflvíkinga í úrslitaleik á Laugardalsvelli

22.9.2007

KR er VISA-bikarmeistari kvenna 2007 eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik á Laugardalsvellinum í dag, laugardag.  Lokatölur leiksins urðu 3-0 KR í vil og eru KR-ingar því bikarmeistarar kvenna í þriðja sinn.

KRFyrirliðinn Olga Færseth skoraði fyrsta mark Vesturbæjarliðsins eftir um 15 mínútna leik af stuttu færi og Hrefna Jóhannesdóttir jók forystu KR nokkrum mínútum síðar. Hrefna bætti síðan við öðru marki sínu og þriðja marki KR eftir um klukkutíma leik.

Meira var ekki skorað í leiknum og var fögnuður KR-stúlkna og stuðningsmanna liðsins gríðarlegur í leikslok.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög