Mótamál
Landsbankadeildin

Lokaumferð í Landsbankadeild kvenna í dag

Valsstúlkur standa best að vígi fyrir leiki dagsins

17.9.2007

Lokaumferð Landsbankadeildar kvenna fer fram í dag og hefjast allir fjórir leikirnir kl. 17:30.  Valsstúlkur standa langbest að vígi fyrir lokaumferðina hafa þriggja stiga forystu á KR ásamt því að vera með hagstæðara markahlutfall.

Valur tekur á móti Þór/KA á Valbjarnarvelli og með sigri eða jafntefli tryggja þær það að bikarinn verður afhentur þar.  Á sama tíma, kl. 17:30,  mætast Keflavík-KR, Breiðablik-Fylkir og ÍR-Stjarnan en ÍR er þegar fallið í 1. deild.  HK/Víkingur og Afturelding koma upp í Landsbankadeildina á næsta tímabili en 10 félög leika þar að ári.

Áhorfendur eru hvattir til þess að koma og sjá stúlkurnar leika í þessari lokaumferð Landsbankadeild kvenna.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög