Mótamál

Magni og Fjarðabyggð í úrslitakeppnina

11.8.2004

Magni á Grenivík hefur tryggt sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni 3. deildar karla eftir 3-1 sigur gegn Snerti á Dúddavelli á Kópaskeri. Hvöt á Blönduósi hafði áður tryggt sér þátttökurétt, en á laugardag ræðst hvort liðið lendir í fyrsta sæti riðilsins á Norðurlandi. Þau eru nú jöfn að stigum með 25 stig hvort í 11 leikjum. Lið Fjarðabyggðar og Skallagríms eru einnig komin í úrslitakeppnina, án þess að leika í gærkvöldi, þar sem úrslit annarra leikja urðu þeim hagstæð.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög