Mótamál

FH-ingar óheppnir

12.8.2004

FH-ingar léku í kvöld fyrri leik sinn gegn skoska liðinu Dunfermline í UEFA-bikarnum á Laugardalsvelli. Hafnfirðingar voru mun betri í leiknum, náðu tveggja marka forystu í fyrri hálfleik með mörkum frá Jónasi Grana og Allan Borgvardt og áttu síðan skot í stöng og skalla í slá í þeim síðari, en Skotarnir náðu að jafna metin með marki um miðjan síðari hálfleik og öðru á lokamínútunum. Leikurinn var samt sem áður frábær skemmtun fyrir þá 2.500 áhorfendur sem lögðu leið sína í Laugardalinn. Síðari leikur liðanna fer fram í Skotlandi fimmtudaginn 26. ágúst.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög