Mótamál
VISA-bikarinn

Dregið í 3. umferð VISA-bikars karla á mánudaginn

Önnur umferð leikin í kvöld og á morgun

31.5.2007

Í kvöld hefst 2. umferð VISA-bikars karla og lýkur umferðinni á morgun, föstudag.  Dregið verður í 3. umferð VISA-bikars karla, mánudaginn 4. júní næskomandi og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 12:00.

Í 3. umferð VISA-bikars karla leika þau 12 félög sem komast í gegnum 2. umferð og félögin 12 í 1. deild koma einnig inn í keppnina í 3. umferð.  Í pottinum verða því 24 félög og 12 þeirra fara áfram í 4. umferð.

Áhorfendur eru hvattir til þess að bregða sér á völlinn og hvetja sitt lið áfram í VISA-bikarkeppninni.

VISA-bikar karla

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög