Mótamál
Landsbankadeildin

Viðurkenningar veittar fyrir hvern þriðjung

Hvaða leikmenn skara fram úr í Landsbankadeildum?

14.5.2007

Líkt og undanfarin ár verða veittar viðurkenningar fyrir ákveðnar umferðir í Landsbankadeildum karla og kvenna þar sem valið verður í samstarfi við fjölmiðla og aðra: 

 • Lið umferðanna (11 leikmenn)
 • Besti leikmaður
 • Besti þjálfari

Leitað var til fjölmiðla og annarra um myndun nokkurs konar valnefndar fyrir Landsbankadeild karla.  Hver og einn aðili hefur síðan eitt "atkvæði".

Valnefnd fyrir Landsbankadeild karla 2007: 

 • Blaðið
 • DV
 • Fótbolti.net
 • Gras.is
 • Íslenskar getraunir
 • Mín skoðun
 • Morgunblaðið
 • RÚV
 • Sport.is
 • Sýn
 • Landsbankinn

Í Landsbankadeild kvenna er valnefndin skipuð nefndarmönnum úr landsliðsnefnd kvenna og unglinganefnd kvenna.

Jafn margar umferðir eru nú í báðum deildum, eða 18, þannig að nú eru tímabilin jafnmörg og viðurkenningar því veittar eftir hvern þriðjung:

 • 1. - 6. umferð
 • 7. - 12. umferð
 • 13. - 18. umferð

Dagsetningar, staðsetningar og nánari upplysingar verða birtar síðar.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög