Mótamál
FH

FH sigruðu Meistarakeppni karla 2007

Unnu Keflvíkinga í úrslitaleik með einu marki gegn engu

7.5.2007

FH-ingar tryggðu sér í gær sigur í Meistarakeppnni karla þegar þeir báru sigurorð af Keflvíkingum með einu marki gegn engu.  Þetta er annar bikarinn er Hafnfirðingar hampa á stuttum tíma en þeir sigruðu einnig í A-deild Lengjubikars karla á dögunum.

Leikurinn fór fram á grasi á frjálsíþróttasvæði FH í Kaplakrika.  Hafnfirðingar skoruðu sigurmark leiksins í fyrri hálfleik og hvorugu liðinu tókst að bæta við marki fyrir leikslok.

Leikið verður í Meistarakeppni kvenna, miðvikdaginn 9. maí en þá mætast Valur og Breiðablik.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög