Mótamál
KSÍ 60 ára

Meistarakeppni karla 2007 - FH og Keflavík

Hverjir verða meistarar meistaranna?

4.5.2007

Meistarakeppni karla í knattspyrnu fer fram sunnudaginn 6. maí kl. 19:15.  Leikið verður í Kaplakrika og þar eigast við Íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Keflavíkur.                           

Leikið verður á Kaplakrikavelli og verður miðaverð 1000 kr. fyrir 17. ára og eldri en ókeypis aðgangur er fyrir 16 ára og yngri.

Fyrst var leikið í þessari keppni árið 1969 og voru það Keflvíkingar sem unnu titilinn fyrst félaga.  Er leikurinn í ár sá 36. í röðinni en ekki var leikið um þennan titil á árunum 1999-2002. 

Valsmenn hafa unnið þennan titil oftast eða í sjö skipti en Keflvíkingar og Framarar sex sinnum hvort félag.  Valsmenn unnu titilinn í fyrra þegar þeir lögðu FH að velli með einu marki gegn engu.

Knattspyrnuáhugamenn eru hvattir til þess að koma á völlinn, í sífellt betra sumarveðri og sjá knattspyrnuvertíðina hefjast.

Dómari:  Kristinn Jakobsson

Aðstoðardómari 1: Gunnar Sverrir Gunnarsson

Aðstoðardómari 2:  Oddbergur Eiríksson

Varadómari:  Sævar Jónsson

Eftirlitsmaður KSÍ: Páll Júlíusson
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög