Mótamál
Landsbankadeildin

Kynningarfundur Landsbankadeilda 2007

Hverjum verður spáð Íslandsmeistaratitli að þessu sinni?

2.5.2007

Kynningarfundur Landsbankadeilda karla og kvenna 2007 fer fram í Smárabíói í Kópavogi þriðjudaginn 8. maí næstkomandi kl. 16:00. 

Á staðinn mæta fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn frá hverju liði í báðum deildum.  

Farið verður yfir ýmis atriði fyrir keppnistímabilið og hápunktinum náð þegar hin árlega spá um lokastöðu liða verður kynnt.

Landsbankadeild karla hefst svo laugardaginn 12. maí með leik ÍA og FH á Akranesi.

Landsbankadeild kvenna hefst mánudaginn 21. maí en þá eru þrír leikir á dagskrá.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög