Mótamál
FH

FH vann Lengjubikarinn

Sigruðu Valsmenn 3-2 í framlengdum úrslitaleik

1.5.2007

FH tryggðu sér sigur í A-deild Lengjubikar karla með því að sigra Valsmenn í framlengdum leik á Stjörnuvelli.  Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 en í framlengingu skoruðu Hafnfirðingar tvö mörk gegn einu Valsmanna.

Þó nokkur vindur var á Stjörnuvellinum en þrátt fyrir það sáust fín tilþrif hjá báðum liðum.  Valsmenn fengu vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Daði Lárusson varði í marki FH.  Staðan var markalaus í hálfleik en FH-ingar komust svo yfir eftir um fimm mínútna leik í seinni hálfleik.  Valsemnn jöfnuðu þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum og staðan hélst jöfn til leiksloka og þurfti því að framlengja leikinn.

Eftir um tíu mínútna leik í framlengingunni komumst Hafnfirðingar yfir að nýju og þegar að um fimm mínútur lifðu eftir af leiknum bættu þeir þriðja markinu við.  Valsmenn gáfust þó ekki upp og minnkuðu muninn þegar um ein mínúta var eftir af framlengingunni.

Skömmu síðar var flautað til leiksloka og FH því Lengjubikarmeistarar í A-deild karla 2007.

Lengjubikarinn

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög