Mótamál
Vidir

Knattspyrnufélagið Víðir 70 ára

Fjórir sæmdir silfur- og gullmerki KSÍ við þetta hátíðlega tækifæri

6.11.2006

Á laugardaginn héldu Víðismenn upp á 70 ára afmæli félagsins og var mikið um dýrðir.  Fjórir félagsmenn voru sæmdir silfur- og gullmerkjum KSÍ fyrir störf þeirra fyrir félagið.

Ólafur Róbertsson, fyrrum leikmaður og síðar lengi í unglingaráði og meistaraflokksráði, hlaut silfurmerki KSÍ.

Gullmerki KSÍ hlutu Heiðar Þorsteinsson, sem lengi var gjaldkeri Víðis, Sigurður Ingvarsson, fyrrum leikmaður, þjálfari og formaður félagsins og Sigurjón Kristinsson, sem hefur um langt skeið setið í unglingaráði Víðis og í stjórn félagsins.

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög