Mótamál
Knattspyrna á Íslandi

Tvöfaldur sigur hjá Verzló

Verzlunarskóli Íslands sigraði í karla- og kvennaflokki á Framhaldsskólamóti KSÍ

30.10.2006

Framhaldsskólamóti KSÍ lauk nú um helgina þegar að úrslitakeppni í karla- og kvennaflokki var leikin í Egilshöll.  Verzlunarskóli Íslands bar sigur úr býtum í báðum flokkum.

Í karlaflokki sigraði Verzló lið MS í úrslitaleik en MS var með tvö lið í úrslitakeppninni.  Lauk leiknum með sigri Verslinga, 2-1.  Sama markatala var upp á teningnum í úrslitaleik kvennaflokks en þar sigraði Verzló lið Fjölbrautarskóla Suðurnesja.

Undankeppnin var leikin á þremur stöðum á landinu, á Ásvöllum, í Boganum og í Fjarðabyggðarhöllinni.  Alls tóku 63 lið þátt í mótinu, í karla- og kvennaflokki, frá 24 skólum.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög