Mótamál
Breiðablik

Breiðablik mætir Arsenal ytra í dag

Seinni leikur liðanna í 8. liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða

19.10.2006

Breiðablik mætir í dag Englandsmeisturum Arsenal í seinni leik liðanna í 8. liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða.  Leikurinn, sem hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma, er leikinn á Meadow Park sem er heimavöllur Boreham Wood FC.

Leikurinn er síðasti leikur Blikastúlkna á löngu og ströngu tímabili.  Fyrri leiknum lauk með sigri Arsenal, 5-0 en eru Blikar staðráðnir í því að gera betur í seinni leiknum.  Stelpurnar munu fá fínan stuðning af pöllunum því að um 40 manns gera sér ferð til London gagngert til þess að sjá leikinn.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög