Mótamál

FH áfram eftir frábæran sigur á Dunfermline

26.8.2004

FH-ingar náðu í kvöld þeim frábæra árangri að sigra skoska liðið Dunfermline á útivelli í síðari viðureign liðanna í UEFA-bikarnum, og komast þannig áfram í keppninni, 4-3 samanlagt. Leikurinn var í járnum lengst af, en Skotarnir náðu forystunni á 72. mínútu og útlitið var ekki gott, en FH-ingar lögðu ekki árar í bát og sóttu stíft. Pressan bar árangur þegar Ármann Smári Björnsson jafnaði metin á 83. mínútu og Tommy Nielsen skoraði sigurmarkið á lokamínútunni. FH-ingar eru því komnir í aðalkeppni UEFA-bikarsins og verður dregið í 1. umferð kl. 10:30 á föstudag. Í pottinum verða 80 félög og 40 af þeim komast áfram í riðlakeppnina, en fyrirkomulagi UEFA-bikarsins var breytt fyrir þetta keppnistímabil þannig að keppnin er með svipuðu sniði og Meistaradeild UEFA.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög