Mótamál
Þjálfari að störfum

Skráning félagsmanna í gagnagrunn KSÍ og ÍSÍ

Frá og með 1. nóvember 2006 ber aðildarfélögum KSÍ að skrá alla iðkendur í knattspyrnu í Felix

16.10.2006

Í reglugerð KSÍ um félagaskipti leikmanna segir:

A. 2. - Leikmaður er hlutgengur til keppni með því félagi sem hann æfir fyrst knattspyrnu með, svo fremi að félagið hafi látið skrá leikmanninn hjá KSÍ.

G. 1. - Félög innan vébanda KSÍ skulu skrá iðkendur sína í knattspyrnu í iðkendaskrá KSÍ eigi síðar en frá því almanaksári sem þeir verða 9 ára.

G. 2. - Skrifstofa KSÍ skal halda skrá yfir alla knattspyrnuiðkendur í félögum innan vébanda KSÍ og félagaskipti þeirra.

ÍSÍ og UMFÍ hafa undanfarin ár unnið að gerð félagakerfis (gagnagrunns) til að halda utan um félagsmenn í íþrótta- og ungmennahreyfingunni. Kerfið hefur hlotið nafnið Felix og er þegar komið í notkun. KSÍ ákvað að nýta Felix-kerfið fyrir skráningu félagsmanna í knattspyrnu og síðustu misseri hefur verið unnið að samhæfingu Felix-kerfisins við gagnagrunn KSÍ. Það er gert til þess að knattspyrnuiðkendur séu ávallt skráðir í sama félag í Felix og í gagnagrunni KSÍ. 

Skylda að skrá leikmenn í Felix

Frá og með 1. nóvember 2006 ber aðildarfélögum KSÍ að skrá alla iðkendur í knattspyrnu í Felix en þannig uppfylla félögin skráningarskyldu KSÍ sbr. reglugerð KSÍ um félagskipti leikmanna. Þegar leikmaður hefur verið skráður í félag (fyrsta skráning) - er hann hlutgengur til keppni með því í mótum innan KSÍ. Vilji leikmaður hefja keppni með öðru félagi eftir það - þarf hann að hafa félagaskipti sbr. reglur KSÍ þar að lútandi. Við félagaskipti veitir skrifstofa KSÍ leikmanni keppnisleyfi með nýju félagi og breytir skráningu hans í Felix í samræmi við það.

Aðstoð og leiðréttingar

Upplýsingar um Felixkerfið veitir: Lára Óskarsdóttir, kynningarstjóri Felix, lara@felix.is, sími 514400/514 4003. Öll félög innan ÍSÍ eiga rétt á aðgangi að Felix-kerfinu um internetið.

Fram til 1. febrúar nk. verður hægt að fá skráningu í Felix leiðrétta en leikmenn geta nú þegar verið rangt skráðir þar (og þar með verður nýrri skráningu hafnað). Ef leiðrétta þarf skráningu skal haft samband við skrifstofu KSÍ (klara@ksi.is).

Að lokum skal ítrekað að leikmaður skal skráður í Felix áður en hann hefur keppni skv. reglugerð KSÍ um félagaskipti leikmanna. Aðildarfélög KSÍ þurfa að gæta vel að því að skrá alla sína iðkendur - aðeins skráðir iðkendur eru hlutgengir til leiks í leikjum innan vébanda KSÍ.

Dreifibréf
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög