Mótamál

FH mætir þýska liðinu Aachen

27.8.2004

FH-ingar munu leika gegn þýska liðinu Alemannia Aachen í 1. umferð aðalkeppni UEFA-bikarsins. Aachen, sem leikur í 2. deild í Þýskalandi, lék til úrslita í þýsku bikarkeppninni á síðasta keppnistímabili og komst þannig í UEFA-bikarinn. Með liðinu eru nokkrir leikmenn sem leikið hafa í Bundesligunni, m.a. framherjinn Erik Meijer, sem lék með Hamburger SV, og einnig með enska liðinu Liverpool. Fyrri leikurinn verður hér á landi 16. september, en seinni leikurinn tveimur vikum síðar.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög