Mótamál

Valur Íslandsmeistari kvenna

30.8.2004

Valur tryggði sér á laugardag Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna í fimmta sinn eftir 3-0 sigur á Breiðabliki að Hlíðarenda í næst síðustu umferð Landsbankadeildar kvenna. Sigur Vals í leiknum var öruggur og eru Hlíðarendastúlkur vel að Íslandsmeistaratitlinum komnar. Lið ÍBV er öruggt í öðru sæti deildarinnar og KR í því þriðja, en þessi lið leika öll í undanúrslitum VISA-bikarsins í vikunni ásamt Stjörnunni. Valur varð síðast Íslandsmeistari kvenna árið 1989.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög