Mótamál
Meistaradeild UEFA

FH mætir TVMK Tallinn frá Eistlandi

Legia Varsjá frá Póllandi bíður FH ef þeir komast í aðra umferð

23.6.2006

Það verður TVMK Tallinn sem verður andstæðingur Íslandsmeistara FH í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu.  Einnig var dregið í aðra umferð og mun sigurvegari þessarar viðureignar mæta þar Legia Varsjá frá Póllandi.

Fyrri leikurinn fer fram í Tallinn í Eistlandi og fer hann fram 12 júlí.  Seinni viðureignin fer svo fram vikunni á eftir, 19. júlí.

TVMK Tallinn vann sinn fyrsta titilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins á síðasta ári og vann sér þar með þátttöku í Meistardeild Evrópu.  Liðið rauf þá áralanga einokun Flora Tallinn á titlinum.

TVMK hefur ekki gengið eins vel á yfirstandandi tímabili sem byrjaði í mars.  Liðið er sem stendur í þriðja sæti með 32 stig eftir 17 leiki.  Fyrir ofan þá eru Levadia með 44 stig og Flora með 35 stig.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög